Mosfellsbær, Ísland

Framboð til stjórnar Golfklúbbs Mosfellsbæjar

09.11.2022
Framboð til stjórnar Golfklúbbs Mosfellsbæjar

Aðalfundur Golfklúbbs Mosfellsbæjar verður haldinn fimmtudaginn 24. nóvember næstkomandi.

Kosið verður um formann til eins árs, þriggja stjórnarmann til tveggja ára í senn ásamt þremur í varastjórn til eins árs í senn.

Kári Tryggvason formaður klúbbsins hefur ákveðið að gefa kost á sér áfram. Einnig mun Steinþór Pálsson gefa kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir sem hefur verið varaformaður GM undanfarin ár og Auður Ósk Þórissdóttir gjaldkeri klúbbsins hafa ákveðið að segja þetta gott og gefa því ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Þökkum við þeim kærlega fyrir þeirra störf í þágu klúbbsins. Þær hafa setið í stjórn undanfarin ár og eiga miklar þakkir skildar fyrir sitt góða starf í þágu GM.

Þeir félagsmenn sem vilja gefa kost á sér í stjórn félagsins skulu samkvæmt samþykktum senda upplýsingar þar um til kjörnefndar á netfangið golfmos@golfmos.is fyrir 15. nóvember og taka fram hvort framboðið sé til formanns, stjórnar eða varastjórnar.

Ef framboð til stjórnarsetu eru fleiri en þau sæti sem kjósa á um skal kjörnefnd hafa umsjón með kosningu milli frambjóðenda á aðalfundi og sjá til þess að framboð séu kynnt félagsmönnum fyrir aðalfund. Skal kjörnefnd gæta þess að jafnræði ríki við kynningu á frambjóðendum. Kjörnefnd getur án tillits til framboðsfrests hlutast til um að afla framboða frá félagsmönnum.

Smellið hér til þess að sjá lög GM.