Mosfellsbær, Ísland

Framboð til stjórnar Golfklúbbs Mosfellsbæjar

03.11.2021
Framboð til stjórnar Golfklúbbs Mosfellsbæjar

Þeir félagsmenn sem vilja gefa kost á sér í stjórn félagsins skulu samkvæmt samþykktum senda upplýsingar þar um til kjörnefndar á netfangið golfmos@golfmos.is fyrir 15. nóvember og taka fram hvort framboðið sé til formanns, stjórnar eða varastjórnar.

Ef framboð til stjórnarsetu eru fleiri en þau sæti sem kjósa á um skal kjörnefnd hafa umsjón með kosningu milli frambjóðenda á aðalfundi og sjá til þess að framboð séu kynnt félagsmönnum fyrir aðalfund. Skal kjörnefnd gæta þess að jafnræði ríki við kynningu á frambjóðendum. Kjörnefnd getur án tillits til framboðsfrests hlutast til um að afla framboða frá félagsmönnum.

Smellið hér til þess að sjá lög GM.