Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Fréttir af aðalfundi

09.12.2024
Fréttir af aðalfundi

Aðalfundur GM fór fram í síðustu viku og var mætinging með ágætum, rétt um 70 félagsmenn sem mættu.

Kári Tryggvason var endurkjörinn formaður klúbbsins og stjórn klúbbsins situr áfram óbreytt.

Kári fór yfir skýrslu formanns og Steinþór Pálsson gjaldkeri kynnti ársreikning félagsins.

Rekstur klúbbsins gekk virkilega vel og var góður hagnaður af rekstri.

Það var mikið um að vera á árinu og framkvæmdir á báðum okkar völlum halda áfram. Íþrótta og félagsstarfið okkar gekk vel á árinu, við eignuðumst níu Íslandsmeistara og höldum áfram að standa okkur vel. Allar upplýsingar um starfsárið sem var að líða má sjá í skýrslu stjórnar sem er í hlekknum hér fyrir neðan sem og ársreikning félagsins.

skýrsla stjórnar - 2024 (1).pdf

ársreikningur 2024 undirritaður.pdf

Við þökkum þeim félögum sem mættu kærlega fyrir komuna.

Einnig viljum við þakka Grétari Eggertssyni fyrir góða fundarstjórn og Tómasi Sigurðussyni fyrir að rita fundargerð aðalfundar, en hana má sjá í hlekknum hér að neðan.

fundargerð aðalfundar golfmos 2.12.2024.pdf

Veittar voru viðurkenningar fyrir kylfinga ársins og það voru þau Eva Kristinsdóttir og Kristján Þór Einarsson sem urðu fyrir valinu í ár.

Einnig var félagsmaður ársins heiðraður og var það Páll Líndal sem hlaut þá viðurkenningu.

Stjórn og starfsfólk GM þakkar kærlega fyrir árið sem senn er á enda. Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest í hermunum okkar í vetur og svo á golfvellinum næsta vor.