Mosfellsbær, Ísland

Fyrsti mótið í vetrarmótaröðinni verður haldið næstkomandi laugardag

02.03.2023
Fyrsti mótið í vetrarmótaröðinni verður haldið næstkomandi laugardag

Ágætu GM félagar.

Vetrarmótaröðin okkar hefst núna á laugardaginn, spáin góð og því ekkert því til fyrirstöðu að skella sér út á golfvöll í góðum félagsskap.

Skráning í mótið fer fram á GolfBox og greiðist mótsgjald við skráningu. Kylfingar skrá sig sjálfir á rástíma í gegnum GolfBox. Smellið hér til þess að ganga frá skráningu.

Þátttökugjald er 1.000 krónur og rennur ágóðinn til barna og unglingastarfs GM.

Keppt er í punktakeppni m/forgjöf og höggleik án forgjafar.

Mæting er klukkan 8:30 í neðri hæðina á Klett, en ræst verður út af öllum teigum stundvíslega klukkan 9:00.

Skráning á rástíma er því eingöngu til þess að raða í holl og hámarksfjöldi keppenda er 40.

Við minnum á að það er skylda að nota gervigrasmotturnar fyrir öll högg.!

Mikilvægt er að þeir félagsmenn sem leika golf yfir vetrartímann séu meðvitaðir um að völlurinn er viðkvæmur og ganga þarf afar vel um. Forðast skal viðkvæm svæði og reyna eftir besta magni að dreifa umferðinni.

Vetrarmótin eru innanfélagsmót.