Mosfellsbær, Ísland

GÓÐUR ÁRANGUR Á FYRSTA MÓTI ÁRSINS

20.05.2019
GÓÐUR ÁRANGUR Á FYRSTA MÓTI ÁRSINS

Um helgina fór fram fyrsta mót ársins á Íslandsbankamótaröðinni, mótaröð unglinga. Kylfingar frá GM stóðu sig afar vel og sigruðu Kristófer Karl og Sverrir Haraldsson í sínum flokkum. Kristín Sól Guðmundsdóttir lék bráðabana um sigur í flokki 17 - 18 ára.

Margir kylfingar lækkuðu forgjöfina sína og bættu sig verulega. Við óskum okkar krökkum til hamingju með árangur helgarinnar og hvetjum þau áfram við æfingar næstu daga og vikna.

Helstu úrslit GM kylfinga má sjá hérna fyrir neðan:

Flokkur 19-21 árs
1. sæti - Sverrir Haraldsson

Flokkur 17-18 ára drengir
1. sæti - Kristófer Karl Karlsson

Flokkur 17-18 ára stúlkur
2. sæti - Kristín Sól Guðmundsdóttir

Flokkur 15-16 ára drengir
4. sæti - Aron Ingi Hákonarson

Flokkur 15-16 ára stúlkur
2. sæti - María Eir Guðjónsdóttir
3. sæti - Katrín Sól Davíðsdóttir

Flokkur 14 ára og yngri stúlkna
3. sæti - Sara Kristinsdóttir