Mosfellsbær, Ísland

GOLFÆFINGAR HJÁ GM

15.03.2020
GOLFÆFINGAR HJÁ GM

Á morgun, mánudaginn 16. mars, falla allar skipulagðar golfæfingar niður hjá GM.

Unnið er að því að endurskipuleggja með hvaða hætti barna, unglinga og afreksstarf geti farið fram hjá íþróttafélögum á landinu og sömuleiðis hjá okkur í GM. Eins og staðan er núna er stefnt á að halda áfram með skipulagðar æfingar hjá en enn er óljóst með hvaða hætti.

Óhjákvæmilega koma til með að verða einhverjar breytingar á skipulagi og verða þær kynntar þegar þær liggja fyrir. Verið er að vinna sameiginlegar leiðbeiningar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um frístundaheimili, íþróttastarf, íþróttamannvirki og aðrar tómstundir. Þegar þessar upplýsingar liggja fyrir getum við skipulagt starfið okkar með þær leiðbeiningar í huga.

Við munum að sjálfsögðu gæta öryggis okkar iðkenda til hins ítrasta og fylgja leiðbeiningum yfirvalda að öllu leyti.

Nánari upplýsingar verða birtar um leið og þær liggja fyrir.