Mosfellsbær, Ísland

GOLFBRAUTARMÓTIÐ 8. ÁGÚST

07.08.2018
GOLFBRAUTARMÓTIÐ 8. ÁGÚST

6. mót GM-mótaraðarinnar, Golfbrautarmótið fer fram í Bakkakoti miðvikudaginn 8. ágúst.

Keppnisfyrirkomulag á GM mótaröðinni er punktakeppni með forgjöf og er hæst gefin 36 í forgjöf hjá konum og 32 hjá körlum.

Veitt eru verðlaun fyrir 3 efstu sætin og nándarverðlaun á par 3 holum.

Skráning í mótið fer fram á golf.is.