Mosfellsbær, Ísland

GOLFNÁMSKEIÐ FYRIR FÉLAGSMENN

26.05.2018
GOLFNÁMSKEIÐ FYRIR FÉLAGSMENN

Victor Viktorsson PGA golfkennari ætlar að halda golfnámskeið fyrir félagsmenn í GM. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 29. maí og er í 4 skipti. Námskeiðið hentar kylfingum á öllum getustigum.

Upplýsingar um námskeiðið

  • 4 tíma golfnámskeið
  • Kennt verður í klukkutíma í senn
  • Hámark 6 nemendur í hóp


Námskeiðið verður á nýju æfingasvæði við Hlíðavöll eftirfarandi þriðjudaga og fimmtudaga:
29. maí, 31. maí, 5. júní og 7. júní

Námskeiðin eru fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna, en farið verður yfir helstu undirstöðuatriðin:

  • Pútt
  • Vipp
  • Há innáhögg
  • Full sveifla

Verð: 12.000 kr.

Kennt er kl. 18, 19, 20 og 21, en skráning fer fram á victorviktorsson@gmail.com.
Nauðsynlegt er að fram komi nafn, símanúmer og tímasetning. Nú þegar er orðið fullt á námskeiðið klukkan 18:00.


Nánari upplýsingar fást hjá Victori.

Victor Viktorsson (victorviktorsson@gmail.com)

PGA golfkennari Sími 892-9555