Mosfellsbær, Ísland

GOLFNÁMSKEIÐ HJÁ GM

29.04.2020
GOLFNÁMSKEIÐ HJÁ GM

Viðtökurnar við golfnámskeiðunum hjá Hauki Má voru frábærar og er nú þegar orðið fullt á öll námskeiðin. Við bregðumst við mikilli eftirspurn og bætum við fleiri spennandi námskeiðum hjá PGA golfkennaranemunum Degi Ebenezerssyni og Grétari Eiríkssyni.

Námskeiðin fara fram á æfingasvæði GM á Hlíðavelli. Á námskeiðunum er farið yfir grunnatriði golfsveiflunnar og þau fínpússuð fyrir sumarið. Hópur 3 er sérstaklega hugsaður fyrir byrjendur og þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í golfíþróttinni.

Námskeiðin fara fram á eftirfarandi dögum:

Þriðjudagarnir 12. og 19. maí (Kennari: Dagur Ebenezersson)

Hópur 1: 19:00
Hópur 2: 20:00
Hópur 3 (Byrjendahópur): 21:00

Fimmtudagarnir 14. og 21. maí (Kennari: Grétar Eiríksson)

Hópur 1: 19:00
Hópur 2: 20:00
Hópur 3 (Byrjendahópur): 21:00

Kennt er í 50 mínútur í senn og eru að hámarki 6 kylfingar á hverju námskeiði.

Verð fyrir félagsmenn í GM: 6.900 kr

Verð fyrir aðra: 7.900 kr

Nánari upplýsingar og skráning með tölvupósti á netfangið david@golfmos.is

Á öllum námskeiðum er mæting við æfingasvæði GM á Hlíðavelli.