Mosfellsbær, Ísland

GUÐMUNDUR FÉKK ÁS Í FLÓRÍDA

17.12.2019
GUÐMUNDUR FÉKK ÁS Í FLÓRÍDA

Guðmundur Jón Tómasson eða "Gummi í Wurth" gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á Royal St. Cloud golfvellinum í Flórída á dögunum. Þetta var í fyrsta sinn sem Guðmundur nær þessu skemmtilega afreki en hann er GM-ingur í húð og hár og er með 13 í forgjöf.

Guðmundur skrifar sjálfur á Facebook síðu sína:

"Þessi dagur. Var að spila golf með Kristín Sól Guðmundsdóttir Kristófer Karl Karlsson og Theodór Emil Karlsson sem er ekkert merkilegt nema í dag þá fór ég nefnilega holu í höggi í fyrsta skipti og var það á Royal st Cloud golf links. 3 holu á White side þetta var par 3 hola og hún var 102 metrar og tók ég pw og hitti boltan vel fór ca 50 cm framyfir holuna og spinn til baka í holu geggjað. "

Hér fyrir neðan má sjá boltafarið eftir kúluna en hún fékk mikinn bakspuna og endaði í miðri holu.

Við óskum Guðmundi til hamingju með afrekið!