Mosfellsbær, Ísland

Haustið mætt á svæðið og undirbúningur fyrir veturinn hafinn!

05.10.2021
Haustið mætt á svæðið og undirbúningur fyrir veturinn hafinn!

Nú er haustið heldur betur farið að minna á sig og haustverkin hjá okkur hafin.

Við vonum svo sannarlega að veðrið verði þannig að við getum haft okkar velli opna sem lengst inn í veturinn.

Umferð golfbíla er leyfð eins og er en ef það rignir mikið þá munum við loka tímabundið fyrir golfbíla og verður það tilkynnt hér á heimasíðunni okkar.

Við höfum lokað veitingasölunni í Bakkakoti. Við munum þó taka stöðuna á veðrinu og ef það koma góðir dagar þá munum við hafa opið.

Golfbúðin á Hlíðavelli er núna opin frá kl. 8 - 16 á virkum dögum. Við erum ennþá með útsölu og 30% afslátt af öllum vörum.

Vetrardagskráin okkar fer svo af stað í byrjun nóvember og verður hún kynnt nánar þegar nær dregur. Á döfunni í vetur verða m.a. púttkvöld karla og kvenna. Vetrargolfið verður áfram á sýnum stað á laugardögum.

Við ætlum svo að fara af stað með skemmtilega mótaröð í Trackman golfhermunum okkar sem verður spiluð í vetur :)

Einnig ætlum við að vera með mánaðarlega viðburði fyrir okkar félagsmenn, eins og t.d. pubquiz, bingó og fleira skemmtilegt :)

Árshátíðin okkar verður haldin laugardaginn 27. nóvember. Þar verða veitt verðlaun fyrir mótaraðir sumarsins, kylfinga ársins og ýmislegt annað. Hvetjum við okkar félagsmenn til að taka daginn frá og skemmta sér með okkur og öðrum hressum GM félögum.

Í morgun var fyrsta næturfrostið og því styttist í að við þurfum að loka klósettinum á 8. teig, tökum inn boltaþvottavélar og ýmislegt annað sem fylgir vetrarkomunni.

Vonum við svo sannarlega að þið hafið notið þess að spila golf á okkar glæsilegu völlum í sumar :)