Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Sumarlok - göngum vel um völlinn okkar

06.10.2020
Sumarlok - göngum vel um völlinn okkar

Nú er heldur betur farið að styttast í annan endan hjá okkur eftir þetta frábæra golfsumar. Við vonum þó svo sannarlega að við getum spilað golf eitthvað inn í veturinn og verða okkar golfvellir opnir eins lengi og hægt er vegna veðurs.

Það er virkilega mikilvægt á þessum tíma árs að ganga vel um golfvöllinn. Setja torfusnepla aftur í kylfuförin og laga boltaför á flötum. Flatirnar eru mjúkar og því talsvert af boltaförum. Það hefur því miður borið talsvert á því að fólk lagi ekki eftir sig boltaförin og er það eitthvað sem þarf að lagast. Það skiptir máli að flatirnar fari góðar inn í veturinn og það sem þið kylfingar góðir getið gert til að aðstoða er að laga boltaför.

Golfbúðin okkar lokaði síðastliiðinn sunnudag, en það verður þó hægt að fá bolta, hanska og þessháttar eitthvað lengur. Það verður enginn starfsmaður í búðinni en starfsfólkið á Blik mun aðstoða ykkur.

Golfbílar eru ennþá leyfðir á Hlíðavelli en líklegt er að þeir verði bannaðir fljótlega. Við sjáum hvernig veðrið verður næstu daga og mun það stjórna því hversu lengi þeir verða leyfðir.

Við höfum nú lokað fyrir bókanir á okkar völlum fyrir aðra en GM félaga og þar sem enginn starfsmaður er í golfbúðinni er óþarfi að koma inn til þess að staðfesta komu.