Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Golfklúbbur Mosfellsbæjar með GEO CertifiedTM - sjálfbærni og umhverfisvottun

03.08.2022
Golfklúbbur Mosfellsbæjar með GEO CertifiedTM - sjálfbærni og umhverfisvottun

Golfklúbbur Mosfellsbæjar hefur hlotið GEO CertifiedTM-sjálfbærni- og umhverfisvottunina, sem gefin er út af GEO, Golf Environment Organization. GEO eru umhverfissamtök sem starfrækir vottunarkerfi fyrir golfvelli. Samtökin njóta víðtæks stuðnings innan golfhreyfingarinnar á heimsvísu og vinna náið með aðilum utan golfheimsins líkt og UNEP, umhverfisáætlun Sameinuðu þjóðanna, og eru aðilar að ISEAL, alþjóðlegum samtökum umhverfismerkja.

Á liðnum árum hefur Golfklúbbur Mosfellsbæjar stigið ýmis framfaraskref í þágu umhverfisverndar og sjálfbærni, sem felur jafnframt í sér aukin gæði og hagræðingu í rekstri. Allt er þetta í anda hugmyndafræðinnar um sjálfbærni og sjálfbæra þróun, sem klúbburinn hefur einsett sér að starfa eftir í framtíðinni.

Með því að smella hér má sjá upplýsingar um GM á heimasvæði GEO.

Heimasíða GEO

Þessi vottun er stórt og mikið skref fyrir Golfklúbbinn og sýnir að við erum á réttri leið þegar kemur að umhverfismálum og sjálfbærni. Við munum halda áfram að vinna eftir þessari sýn og vonandi gera enn betur þegar kemur að umhverfismálum ásamt því sem við tökum okkar hlutverki sem íþróttfélag í Mosfellsbæ alvarlega með því að sýna samfélagslega ábyrgð í verki.

golfklúbbur mosfellsbæjar 2022 - geo cerification (1).pdf