Mosfellsbær, Ísland

Golfnámskeið í maí hjá GM

02.05.2022
Golfnámskeið í maí hjá GM

Á mánudögum í maí verða spennandi námskeið í boði á æfingasvæði GM við Hlíðavöll.

Vornámskeið hjá Grétari

Vornámskeið hjá PGA golfkennarunum Grétari Eiríkssyni. Námskeiðið er alls 4 skipti þar sem farið verður í alla þætti golfsins. Pútt, vipp, járnahögg og teighögg.

Kennt er mánudagana 9., 16., 23., og 30. maí. Í boði eru tveir hópar, 11:00 - 11:50 og 12:00 - 12:50.

Hámarksfjöldi á námskeiðinu eru 8 kylfingar

Skráning á námskeið hjá Grétari

Grunnnámskeið hjá Andra

Námskeið sem hentar sérstaklega vel fyrir byrjendur og styttri komna. Í námskeiðinu er lögð áhersla á grunnatriði golfíþróttarinnar með skemmtilegum æfingum. Kennari á námskeiðinu er Andri Ágústsson. Andri er að ljúka námi í íþróttafræði frá HR og er að hefja nám í golfkennaraskóla PGA. Andri hefur kennt golf undanfarin ár og er sjálfur afrekskylfingur hjá GM.

Kennt er mánudagana 9., 16., 23., og 30. maí. Í boði eru þrír hópar, 18:00 - 18:50, 19:00 - 19:50 og 20:00 - 20:50.

Hámarksfjöldi á námskeiðinu er 8 kylfingar

Skráning á grunnnámskeið hjá Andra