Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Golfsixes fór fram um helgina í GM í fyrsta sinn

03.03.2025
Golfsixes fór fram um helgina í GM í fyrsta sinn

Á laugardaginn fór fram frumraun Golfsixes hér á landi og var það haldið sem innanfélagsmót á neðri hæð Kletts í golfhermaaðstöðu okkar. Golfsixes er golfmót fyrir byrjendur og þá sem eru að hefja keppnisferilinn sinn og er það á vegum R&A.

29 kylfingar á aldrinum 5-12 ára mættu og léku í 6 mismunandi liðum og fengu derhúfu í lit liðs síns. Í hverju liði voru 4-6 leikmenn léku þeir um flögg í texas-scramble leikfyrirkomulagi líkt og í Íslandsmóti golfklúbba 12 ára og yngri. Kylfingar fengu brúsa, íþróttatösku og pokamerkis merkt Golfsixes.

Fimm afrekskylfingar hjálpuðu til við viðburðinn og þökkum við þeim kærlega fyrir aðstoðina.

Að keppni lokinni var verðlaunaafhending og pizzuveisla.


Sigurliðin í gull- og silfurdeild


Lokastaðan í Golfsixes GM 2025