Mosfellsbær, Ísland

Golfvellir á höfuðborgarsvæðinu loka

09.10.2020
Golfvellir á höfuðborgarsvæðinu loka

Ágætu GM félagar.

Eins og flestir vita, að þá er staðan hér á höfuðborgarsvæðinu vegna Covid 19 orðin grafalvarleg.

Það eru því skýr fyrirmæli til okkar frá bæði Almannavörnum og ÍSÍ að loka okkar golfvöllum. Við leggjum að sjálfsögðu okkar af mörkum í baráttunni gegn þessari veiru og lokum okkar völlum.

Þeir kylfingar sem eiga bókaða rástíma í dag föstudag geta nýtt sér þá rástíma en lokað hefur verið fyrir bókanir. Einnig hafa allir þeir kylfingar sem áttu rástíma um helgina fengið skilboð um að þeirra rástímar falli niður.

Einnig viljum við biðla til okkar félagsmanna að bóka sig ekki á rástíma á öðrum golfvöllum í kringum höfuðborgarsvæðið og mun GSÍ óskað eftir því við þá klúbba að heimila ekki bókanir kylfinga frá höfuðborgarsvæðinu þar sem það eru skýr skilaboð frá Almannavörnum að fara ekki út fyrir höfuðborgarsvæðið.

Vallarstarfsmennirnir okkar eru þegar farnir að huga að lokun og fara í það eftir hádegi að taka inn teigmerki og svo verða stangirnar teknar inn seinni partinn í dag.

Þessi lokun gildir til og með 19. október. Við vonum svo sannarlega að við getum opnað vellina aftur þann 20. okt. En það verður bara að koma í ljós þegar nær dregur, hvort að það verði hægt, bæði vegna Covid og einnig veðurfarslega séð.