Mosfellsbær, Ísland

Guðrún Brá og Hákon sigruðu á Ísam-mótinu á Hlíðavelli

16.05.2021
Guðrún Brá og Hákon sigruðu á Ísam-mótinu á Hlíðavelli

Nú rétt í þessu lauk Ísam-mótinu á GSÍ mótaröðinni en mótið er fyrsta mót ársins á GSÍ mótaröðinni. Mikil spenna var í báðum flokkum en Hákon Örn Magnússon sigraði í karlaflokki og Guðrún Brá Björgvinsdóttir sigraði í kvennaflokki eftir bráðabana gegn Ragnhildi Kristinsdóttur.

Úrslit mótsins urðu eftirfarandi:

Karlaflokkur:

1. sæti - Hákon Örn Magnússon GR
2. -4. sæti - Kristófer Karl Karlsson GM
2. - 4. sæti - Kristófer Orri Þórðarson GKG
2.-4. sæti - Tómas Eiríksson Hjaltested GR


Kvennaflokkur

1. sæti - Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK
2. sæti - Ragnhildur Kristinsdóttir GR
3. sæti - Hulda Clara Gestsdóttir GKG