Háskólakylfingarnir Kristín Sól Guðmundsdóttir og Sverrir Haraldsson sem leika fyrir háskólana sína í Bandaríkjunum léku vel í háskólamótum sem kláruðust í gær.
Kristín Sól sem leikur fyrir Roger State University í Oklahoma fylki endaði jöfn í 4. sæti á +10 í einstaklingsflokki á heimamóti liðsins, Hillcat Classic. Hún lék báða hringi mótsins á 77 höggum í köldum og erfiðum aðstæðum. Lið Kristínar vann mótið og liðsfélagi hennar mótið í einstaklingsflokki.
Hér má sjá lokastöðuna í mótinu hjá Kristínu.
Sverrir Haraldsson sem leikur fyrir Appalachian State University í Norður-Karólínu lék einnig vel fyrir sinn skóla í Bash at the Beach háskólamótinu. Hann lék á 75-66-73 höggum og endaði jafn í 14. sæti á +1 samtals. Lið Sverris endaði í þriðja sæti í liðakeppninni á +4 samtals á 3 hringjum.
Hér má sjá lokastöðuna í mótinu hjá Sverri.