Mosfellsbær, Ísland

Haustferð GM til Valle del Este - 18. til 28. október 2023

13.03.2023
Haustferð GM til Valle del Este - 18. til 28. október 2023

Golfklúbbur Mosfellsbæjar í samstarfi við Icelandair VITA bjóða upp á glæsilega golfferð til Valle del Este 18. til 28. október næstkomandi.

Við fórum til Valle del Este í október 2021 og var sú ferð í alla staði alveg frábær. Þetta er virkilega skemmtilegt golfsvæði og hlökkum við til þess að heimsækja það aftur.

Í þessum hlekk hér má finna allar upplýsingar um ferðina ásamt bókunarupplýsingum; félagsferð gm til valle del este á spáni 18.-28. október 2023.pdf.

Við eigum bókuð 60 sæti í þessa ferð og við ætlum okkur að sjálfsögðu að selja þau öll :)

Síðustu GM ferðir hafa tekist virkilega vel og við vitum að þarna verður eintóm gleði og hamingja :)

Allar upplýsingar varðandi ferðina er hægt að fá hjá VITAgolf í sima 5704457 eða á golf@vita.is.

Upplýsingar um Valle del Este golfsvæðið