Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Hefnd vallarstjórans fer fram um næstu helgi

01.09.2020
Hefnd vallarstjórans fer fram um næstu helgi

Hefnd vallarstjórans fer fram næstkomandi laugardag, 5. september. Það er frábær veðurspá fyrir daginn og því um að gera að skella sér í þetta stórskemmtilega mót :)

Mótið er leikið með texas scramble fyrirkomulagi en er annars afar óhefðbundið. Forgjöf er samanlögð leikforgjöf keppenda deilt með 3. Ekki er hægt að fá hærri Forgjöf en leikforgjöf forgjafarlægri kylfingsins. Forgjöf karla er reiknuð út frá gulum og forgjöf kvenna út frá rauðum teigum.

Er þetta þriðja árið sem þetta mót fer fram hjá okkur og í fyrra var uppselt í mótið. Það leika allir kylfingar af sömu teigum í mótinu en staðsetningar þeirra verða fjölbreyttar.

Kylfingar eru hvattir til að mæta í óhefðbundnum klæðnaði þar sem léttleiki einkennir mótið.

Almennt eru vallarstjórar GM að gera sitt besta við að auka ánægju kylfinga og gera vellina sem allra besta. Í þetta skiptið munu þeir fá frjálsar hendur að gera það sem þeim sýnist, sem er oftar en ekki að gera kylfingum erfitt fyrir.

Spilaðar verða 14 holur, þ.e. holur 1til 11 og svo 16 til 18.

Ræst verður út af öllum teigum kl. 16:00 og því mæting í síðasta lagi kl. 15:30.

Skráning fer fram í síma 5666999 eða þá með því að senda tölvupóst á afgreidsla@golfmos.is

Mótsgjald er 4.500 krónur og er innifalið í verðinu matur að leik loknum.

Vinsamlegast athugið að það er 18 ára aldurstakmark í mótið.