Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Hjalti og Pamela á meðal þátttakenda í Global Junior Golf móti í Danmörku

07.10.2022
Hjalti og Pamela á meðal þátttakenda í Global Junior Golf móti í Danmörku

Þau Pamela Ósk Hjaltadóttir og Hjalti Kristján Hjaltason tóku þátt í sterku móti á Global Junior Golf mótaröðinni sem fram fór á Lubker golfvellinum í Danmörku. Mótið er eins og fyrr sagði hluti af Global Junior Golf mótaöðinni sem við í GM þekkjum vel.

Leiknir voru þrír hringir á þessum glæsilega golfvelli og stóðu þau sig virkilega vel.

Hjalti sigraði í sínum flokk, 14 ára og yngri drengja, var hann þremur höggum á undan þeim sem hafnaði í öðru sæti.

Pamela endaði í öðru sæti í sínum flokk, 14 ára og yngri stelpur. Var hún þremur höggum á eftir henni Matilde Modesti frá Ítalíu sem stóð uppi sem sigurvegari.

Sannarlega mjög góður árangur hjá þeim systkynum og óskum við þeim innilega til hamingju.

Úrslit mótsins má sjá með því að smella hér.