Mosfellsbær, Ísland

Hjóna og parakeppni Golfklúbbs Mosfellsbæjar

12.08.2021
Hjóna og parakeppni Golfklúbbs Mosfellsbæjar

Hjóna- og parakeppni Golfklúbbs Mosfellsbæjar verður á Hlíðavelli laugardaginn 28. ágúst. Ræst verður út á öllum teigum kl. 15:00 Keppnisfyrirkomulag mótsins er Greensome þar sem tvö leika saman í liði. Til að mynda liðsforgjöf fær liðið 40% af leikforgjöf hærri leikmans og 60% af lægri leikforgjöf. Hámarksforgjöf karla er 30 og hjá konum 36. Veitt eru verðlaun fyrir 3 efstu sætin og nándarverðlaun eru veitt á öllum par 3 holum vallarins.

Ræst er út samtímis af öllum teigum kl. 15:00, mæting kl. 14:00.

Skráning í mótið hefst fimmtudaginn 12. ágúst kl. 12:00

Skráning fer fram í síma 5666999. Vinsamlegast athugið að ekki er hægt að skrá sig í gegnum golfboxið.

Hægt er að sjá stöðu á rástímaskráningu í þessu skjali: https://docs.google.com/spreadsheets/d/19zZg_qegDz...

Mótsgjald er kr. 5.500 á mann. Innifalið í verði er mótsgjald og matur að leik loknum.

Vinsamlegast athugið að mótið er innanfélagsmót en makar úr öðrum golfklúbbum eru að sjálfsögðu velkomnir :)