Mosfellsbær, Ísland

Hlíðavöllur opnar - Hreinsunardagur á fimmtudaginn!

26.04.2021
Hlíðavöllur opnar - Hreinsunardagur á fimmtudaginn!

Nú er óhætt að segja að vorið sé komið og hafa okkar vellir tekið miklum framförum síðustu daga. Koma bæði Hlíðavöllur og Bakkakot vel undan vetri og erum við þess fullviss um að við eigum eftir að eiga gott golfsumar!

Við munum opna Hlíðavöll formlega næstkomandi laugardag, 1. maí. Bakkakotið opnar svo laugardaginn 8. maí. Æfingasvæðið á Hlíðavelli opnar á sama tíma og Hlíðavöllur.

Til þess að undirbúa Hlíðavöll fyrir opnun og gefa honum smá hvíld mun vetrarvöllurinn okkar loka eftir morgudaginn, þriðjudaginn 27. apríl.

Opnað verður fyrir rástímaskráningu föstudaginn 30. apríl kl. 08:00!

Líkt og undanfarin ár ætlum við að hafa hreinsunardag og verður hann á fimmtudaginn og ætlum við að hittast kl. 17.00 fyrir utan Klett. Þeir félagar sem taka þátt í hreinsunardeginum fá að forbóka sig í rástíma núna um helgina. Þau ykkar sem hafið áhuga á því að koma og hjálpa okkur eru vinsamlegast beðin um að senda tölvupóst á agust@golfmos.is eða hringja í Ágúst í síma 8577009. Ef þið staðfestið komu ykkar í gegnum tölvupóst þá megið þið endilega taka það fram hvenær þið viljið bóka ykkur í golf og þá einnig ef þið hafið séróskir um spilafélaga :)

Gleðilegt golfsumar :)