Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Hlíðavöllur opnar aftur

19.10.2020
Hlíðavöllur opnar aftur

Ágætu GM félagar.

Þau gleðitíðindi bárust okkur seinnipartinn í gær að við getum farið að spila golf aftur hér á höfuðborgarsvæðinu.

Við munum því opna Hlíðavöll aftur á morgun þriðjudaginn 20. október. Við vonum svo sannarlega að veðrið verði okkur hliðhollt og við getum spilað lengra inn í veturinn.

Búið er að opna fyrir rástímabókanir á golfboxinu og því hægt að bóka rástíma. Við höfum sett upp tvær lykkjur í bókunarkerfinu okkar, þ.e. fyrri 9 og seinni 9. Þeir kylfingar sem ætla sér að spila 18 holur þurfum því að bóka sig inn á báðar lykkjurnar. Það er óheimilt að hefja leik á vellinum nema að vera með skráðan rástíma!

Golfbílar eru bannaðir!

Æfingasvæðið og æfingaflatir eru áfram lokaðar!

Vellirnir eru eingöngu opinn fyrir félagsmenn!

Við munum setja upp mottur á teigana á par 3 holunum okkar og biðjum við ykkur að nota þá þegar þær eru leiknar. Á öðrum teigum setjum við ekki út teigmerki og getið þið því valið á hvaða teigum þið leikið. Það sem við viljum hins vegar biðja ykkur um er að nota svæði á teigunum sem er lítið notuð fyrir sumartímann, það eru þá aðallega svæðin sem næst köntunum.

Það er virkilega mikilvægt að við virðum allar þær sóttvarnarreglur sem í gildi eru og munum tveggja metra regluna og komum í veg fyrir hópamyndanir.