Mosfellsbær, Ísland

Hreinsunardagur og opnun Hlíðavallar

25.04.2022
Hreinsunardagur og opnun Hlíðavallar

Nú styttist heldur betur í golfsumarið 2022. Stefnt er á hreinsunardag félagsmanna á vallarsvæðum GM laugardaginn 30. apríl. Nánari upplýsingar um hreinsunardaginn og skipulag verður birt síðar í vikunni.

Að loknum hreinsunardeginum fá þeir félagsmenn sem mæta og taka þátt forskot á sæluna og fá að leika Hlíðavöll inn á sumarflatir. Sunnudaginn 1. maí verður síðan Hlíðavöllur opnaður formlega sumarið 2022.

Gleðilegt sumar!