Mosfellsbær, Ísland

INNGÖNGUTILBOÐ 2020

20.08.2020
INNGÖNGUTILBOÐ 2020

Golfklúbbur Mosfellsbæjar býður nú nýja félagsmenn velkomna í GM með frábæru inngöngutilboði. Þeir sem skrá sig núna fá leikrétt út núverandi tímabili bæði á Hlíðavelli og í Bakkakoti. Þú verður félagsmaður GM strax!

Greiðsla félagsgjalds 2021 hefst í nóvember og þú getur greitt í allt að 10 greiðslum frá nóvember 2020 til ágúst 2021.

  • Leikheimild samstundis
  • Allt að 10 jafnar greiðslur félagsgjalds á kreditkorti
  • Eða skipta í allt að 10 greiðslur í heimabanka
  • Byrjaðu strax að spila golf á Hlíðavelli og í Bakkakoti

Það eru margar góðar ástæður fyrir því að vera í GM. Við leggjum afar mikið upp úr innanfélagsmótum. Við höldum glæsilega holukeppni fyrir félagsmenn með flottum verðlaunum og VÍKINGdeildin er síðan liðakeppni fyrir félagsmenn. VITAmótaröð GM er lokuð mótaröð fyrir félagsmenn GM sem er í gangi allt sumarið.

Skráðu þig í GM hérna

Hjá GM er besta aðgengi að rástímum á höfuðborgarsvæðinu. Markmið okkar er að tryggja að GM félagar komist í golf með einföldum hætti. Golfklúbbur Mosfellsbæjar býr yfir tveimur ólíkum en afar skemmtilegum vallarsvæðum. Hlíðavöllur sem hefur verið í hraðri uppbyggingu er að komast í fremstu röð 18 holu valla landsins og var leikinn á Íslandsmótinu í höggleik 2020. Bakkakot er mjög gróðursæll völlur staðsettur í Mosfellsdals og býður upp á skemmtilegar 9 holur fjarri ys og þys borgarinnar. Við erum því með tvö vallarsvæði sem ekki loka ekki á sama tíma.

Taktu ákvörðun um að ganga til liðs við skemmtilegasta golfklúbb landsins - Golfklúbb Mosfellsbæjar. Við hlökkum til að sjá þig í golfi í Mosfellsbæ strax í sumar!

Skráðu þig í GM hérna

Takmarkað framboð

Ekki er hægt að tryggja að pláss verði í klúbbnum næsta vor.

Fjölskyldutilboð GM

Þegar að báðir foreldrar barna 18 ára og yngri eru meðlimir í GM þá þurfa þeirra börn ekki að borga neitt árgjald. Þetta á einnig við einstæða foreldra sem eru einu fyrirvinnur heimilisins.