Mosfellsbær, Ísland

ÍSLANDSBANKAMÓTARÖÐIN - RAGNAR MÁR Í FYRSTA SÆTI

28.05.2018
ÍSLANDSBANKAMÓTARÖÐIN - RAGNAR MÁR Í FYRSTA SÆTI

Fyrsta mót ársins á Íslandsbankamótaröðinni fór fram núna um helgina á Strandarvelli á Hellu. Golfklúbbur Mosfellsbæjar átti 14 keppendur í mótinu og stóðu þeir sig allir með stakri prýði.

Í flokki 17-18 ára sigraði Ragnar Már Ríkarðsson með nokkrum yfirburðum en hann lék hringina tvo. Sverrir Haraldsson hafnaði í 3. sæti í sama flokki og Andri Már Guðmundsson í því 4.

Í flokki 14 ára og yngri var Tristan Snær Viðarsson í 4. sæti og María Eir í 5. sæti.

Við óskum öllum GM kylfingum til hamingju með árangur helgarinnar. Næsta mót á Íslandsbankamótaröðinni fer fram helgina 1. - 3. júní á Korpúlfsstaðavelli.