Mosfellsbær, Ísland

ÍSLANDSMÓT GOLFKLÚBBA 50 ÁRA OG ELDRI

24.08.2022
ÍSLANDSMÓT GOLFKLÚBBA 50 ÁRA OG ELDRI

Íslandsmóti golfklúbba í flokki 50 ára og eldri lauk síðastliðna helgi. Kvennalið GM lék í efstu deild sem fram fór hjá Golfklúbbi Suðurnesja. Okkar konur stóðu sig vel og luku leik í 6. sæti og héldu sæti sínu í efstu deild. GM lenti í sterkum riðli með sveitum GKG, GK og GV. Að lokinn riðlakeppni lék GM við NK þar sem okkar konur lönduðu sigri 3-2. Í lokaleiknum mættu okkar konur sterku liði GO sem endaði með 4-1 sigri GO.

Heilt yfir flott frammistaða hjá okkar konum sem ætla sér enn meira að ári liðnu.

Lið GM skipuðu eftirfarandi kylfingar:

Agnes Ingadóttir
Arna Kristín Hilmarsdóttir
Dagný Þórólfsdóttir
Edda Herbertsdóttir
Guðný Helgadóttir
Írunn Ketilsdóttir
Karólína Margrét Jónsdóttir
Rannveig Rúnarsdóttir
Sigríður María Torfadóttir

Liðsstjóri: Rut Marsibil Héðinsdóttir

Karlasveit GM 50 ára og eldri lék í 2. deild sem fram fór í Sandgerði. Strákarnir stóðu sig vel og voru í harðri baráttu um að komast upp í efstu deild. Að lokum lék GM gegn GO í leik um 3. sætið sem GM sigraði með 3.5 vinningum gegn 1.5. Flott frammistaða hjá okkar mönnum sem ætla sér upp í efstu deild að ári.

Lið GM skipuðu eftirfarandi kylfingar:

Axel Þór Rudolfsson
Ásbjörn Björgvinsson
Eyþór Ágúst Kristjánsson
Halldór Friðgeir Ólafsson
Hjalti Pálmason
Ingvar Haraldur Ágústsson
Jónas Heiðar Baldursson
Kári Tryggvason
Victor Viktorsson

Liðsstjóri: Haraldur Haraldsson