Mosfellsbær, Ísland

ÍSLANDSMÓT GOLFKLÚBBA Í UNGLINGAFLOKKUM

30.06.2021
ÍSLANDSMÓT GOLFKLÚBBA Í UNGLINGAFLOKKUM

Íslandsmót golfklúbba í unglingaflokkum fór fram um liðna helgi. Leikið var í flokki 18 ára og yngri á frábærum Garðavelli á Akranesi og í flokkum 15 ára og yngri á Strandarvelli á Hellu.

GM átti í heildina 5 keppnissveitir í mótinu og stóðu þær sig allar með stakri prýði.

Í flokki 18 ára og yngri varð stúlknasveit GM Íslandsmeistari golfklúbba eftir frábæra frammistöðu. Sveit GM sigraði alla sína leiki og lyfti Íslandsmeistarabikarnum verðskuldað.

Piltasveit GM 18 ára og yngri lék einnig vel og sigraði að lokum Golfklúbb Akureyrar í leik um 3. sætið


Í flokki 15 ára og yngri léku tvær stúlknasveitir fyrir GM og ein drengjasveit. A sveit stúlkna lék til úrslita gegn sterku liði GR. Úrslitaleikurinn var afar spennandi en GR sigraði að lokum, 2-1. Frábær frammistaða hjá okkar stúlkum.

Stúlknasveit B stóð sig afar vel en þar voru sumar að stíga sín fyrstu skref í Íslandsmóti golfklúbba. Þær höfnuðu að lokum í 7. sæti og sigruðu í C riðli.

Lið drengja 15 ára og yngri hafnaði í 8. sæti af alls 15 sveitum. Flott frammistaða sem þeir byggja á til framtíðar.

Óskum okkar kylfingum til hamingju með glæsilegan árangur!