Mosfellsbær, Ísland

ÍSLANDSMÓT GOLFKLÚBBA Í UNGLINGAFLOKKUM

29.06.2020
ÍSLANDSMÓT GOLFKLÚBBA Í UNGLINGAFLOKKUM

Íslandsmót golfklúbba í unglingaflokkum fór fram um liðna helgi. Leikið var í tveimur aldursflokkum, 15 ára og yngri á Akranesi og 18 ára og yngri á Hellu. Við hjá GM áttum 4 sveitir í mótinu sem stóðu sig með stakri prýði.

Í flokki 15 ára og yngri áttum við tvær stúlknasveitir. A sveit GM lauk leik í 2. sæti í mótinu eftir úrslitaleik gegn GR. B sveit GM lauk leik í 8. sæti. Frábær frammistaða hjá stúlkunum og framtíðin björt.

Á Hellu í flokki 18 ára og yngri áttum við eina stúlkusveit og eina drengjasveit. Stúlknasveitin lék vel í mótinu og hafnaði í 3. sæti. Drengirnir stóðu sig einnig vel og enduðu í 8. sæti.

Sveitir GM voru bæði sjálfum sér og klúbbnum sínum til mikils sóma alla helgina. Framkoma þeirra innan og utan vallar var til fyrirmyndar og eiga þau hrós skilið fyrir góða frammistöðu. Foreldrum og öðrum sem voru okkar keppendum til aðstoðar um helgina þökkum við fyrir sitt framlag.

Áfram GM!

Sveitir GM voru skipaðar eftirfarandi kylfingum

U15 - A

Ásdís Eva Bjarnadóttir
Berglind Erla Baldursdóttir
Dagbjört Erla Baldursdóttir
Eydís Arna Róbertsdóttir
Heiða Rakel Rafnsdóttir
Sara Kristinsdóttir

Liðsstjóri: Dagur Ebenezersson

U15 - B

Ásdís Rún Hrafnhildardóttir
Dóra Þórarinsdóttir
Eva Kristinsdóttir
Ísabella Björt Þórsdóttir
María Rut Gunnlaugsdóttir
Rakel Ósk Kjartansdóttir

Liðsstjóri: Grétar Eiríksson

U18 - KK

Arnór Daði Rafnsson
Aron Ingi Hákonarson
Alexander Aron Tómasson
Helgi Freyr Davíðsson
Tristan Snær Viðarsson
Oliver Thor Hreiðarsson

Liðsstjóri: Davíð Gunnlaugsson

U18 - KVK

Katrín Sól Davíðsdóttir
Kristín Sól Guðmundsdóttir
María Eir Guðjónsdóttir
Jana Ebenezersdóttir

Liðsstjóri: Davíð Gunnlaugsson