Mosfellsbær, Ísland
Mánudagur 7°C - 6 m/s

ÍSLANDSMÓT Í GOLFI Á HLÍÐAVELLI 2020

27.10.2017
ÍSLANDSMÓT Í GOLFI Á HLÍÐAVELLI 2020

Mótanefnd Golfsambands Íslands hefur samþykkt umsókn GM um Íslandsmót í golfi árið 2020. Íslandsmótið er stærsti einstaki golfviðburður hvers árs og er það mikill heiður fyrir GM að fá að halda mótið. Mótið mun fara fram á Hlíðavelli og er undirbúningur fyrir það þegar hafin.

Mikil tilhlökkun er í starfsmönnum GM og ljóst er að um stórt verkefni er að ræða. Allt kapp verður lagt á að Hlíðavöllur skarti sínu fegursta og öll aðstaða fyrir keppendur verði eins og best verður á kosið.

Við óskum félagsmönnum GM til hamingju með þetta og við munum í sameiningu gera Íslandsmótið 2020 að glæsilegum viðburði sem við öll getum verið stolt af!