Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

ÍSLANDSMÓT UNGLINGA

15.08.2022
ÍSLANDSMÓT UNGLINGA

Íslandsmót unglinga fór fram um helgina en leikið var á Setbergsvelli og Leirdalsvelli. Íslandsmót 14 ára og yngri fór fram í Setbergi og þar áttum við hjá GM 10 keppendur sem allir stóðu sig með stakri prýði.

Íslandsmót 15-21 árs fór fram á Leirdalsvelli hjá GKG. Við hjá GM áttum 20 keppendur í mótinu og flesta keppendur í stúlknaflokkum eða 10 alls.

GM eignaðist Íslandsmeistara í þremur flokkum og óskum við þeim innilega til hamingju með árangurinn.


12 ára og yngri drengir | Íslandsmeistari: Hjalti Kristján Hjaltason


14 ára og yngri stúlkur | Íslandsmeistari: Pamela Ósk Hjaltadóttir


17-18 ára stúlkur | Íslandsmeistari: Berglind Erla Baldursdóttir, 2. sæti: Sara Kristinsdóttir


Aðrir kylfingar frá GM stóðu sig afar vel og voru sjálfum sér og klúbbnum til mikils sóma. Óskum öllum okkar kylfingum til hamingju með árangurinn.