Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Innheimta árgjalda 2025

25.02.2025
Innheimta árgjalda 2025

Við minnum á að ganga þarf frá greiðslu árgjalda í GM fyrir 28. febrúar næstkomandi.

Greiðsluseðlar hafa verið sendir í heimabanka og biðjum við ykkur sem hafið nú þegar ekki greitt að ganga frá greiðslu/greiðsludreifingu fyrir vikulok.

Ef þið viljið skipta greiðslum er það sjálfsagt og biðjum við ykkur þá að hafa sambandi við skrifstofu GM í síma 5666999 eða með því að senda tölvupóst á golfmos@golfmos.is.

Við göngum út frá því að þau ykkar sem hafið ekki fullgreitt árgjald eða skipt því upp í greiðsludreifingu fyrir 28. febrúar næstkomandi ætlið ekki að vera meðlimir áfram í GM.