Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Íslandsmót golfklúbba - Lokadagur í dag

25.07.2020
Íslandsmót golfklúbba - Lokadagur í dag

Nú er það orðið ljóst að okkar sveitir spila báðar um bronsið í dag. Kvennasveitin okkar spilaði hörkuleik við Golfklúbb Reykjavíkur sem tapaðist að lokum 4-1. Þetta var hörkuviðureign þar sem fjórir leikir af fimm fóru alla leið á 18. holu. GR konur voru sterkari á lokasprettinum og náðu því að landa sigri. Engu að síður frábær frammistaða hjá stelpunum okkar gegn sterku GR liði. Strákarnir spiluðu við Golfklúbbinn Keili og úr varð hörkuleikur sem að lokum tapaðist 3-2 þar sem úrslitin réðust á 17 holu í leiknum á milli Björns Óskars og Axels Bóassonar. Líkt og hjá stelpunum var þetta hörku viðureign gegn virkilega sterku Keilisliði og hefðu úrslitin svo sannarlega geta dottið okkar megin.

Bæði liðin hafa staðið sig virkilega vel og nú er það leikur um þriðja sætið sem okkar fólk er ákveðið í að vinna. Leikirnir fara fram á glæsilegum golfvelli Golfklúbbsins Odds og hvetjum við ykkur félagar góðir til þess að renna við og horfa á gott golf.

Smelltu hér til þess að fá allar upplýsingar um leiki dagsins og úrslit. Einnig er hægt að fylgjast með stöðunni í leikjum dagsins.