Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Íslandsmót golfklúbba - Úrslit

26.07.2021
Íslandsmót golfklúbba - Úrslit

Íslandsmót golfklúbba 2021 í efstu deild kvenna – og karla fór fram dagana 22.-24. júlí. Lokadagurinn fór fram síðastliðinn laugardag þar sem að leikið var til úrslita á Korpúlfsstaðavelli en hér á Hlíðavelli var leikið um sæti 5.-8.

GR fagnaði tvöföldum sigri en bæði kvenna – og karlalið Golfklúbbs Reykjavíkur sigruðu í úrslitaleikjunum. Þetta er í 22. sinn sem kvennalið GR fagnar þessum titli og í 24. sinn sem karlarliðið sigrar.

Í kvennaflokki hafði GR 3 1/2 – 1 1/2 sigur gegn GM. Í leiknum um þriðja sætið hafði GA betur GKG.

GR fagnaði einnig sigri í karlaflokki eftir 3-2 sigur gegn GKG. Í leiknum um þriðja sætið hafði GOS betiur gegn GV. Eins og áður segir er þetta 24 titill GR í karlaflokki en það eru 9 ár frá því að GR fagnaði þessum titli síðast.

Golfklúbburinn Keilir úr Hafnarfirði féll úr 1. deild karla og Golfklúbburinn Oddur féll úr 1. deild kvenna.

Leikið var á tveimur keppnisvöllum líkt og gert hefur verið undanfarin tvö ár. Keppnisvellirnir voru Hlíðavöllur og Korpúlfsstaðavöllur (Sjórinn/Áinn).

Sjá úrslitin hér fyrir neðan.

Myndasafn frá Íslandsmóti golfklúbba 2021 er hér:

Lokastaðan í 1. deild. kvenna:

1. Golfklúbbur Reykjavíkur, GR
2. Golfklúbbur Mosfellsbæjar, GM
3. Golfklúbbur Akureyrar, GA
4. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar; GKG
5. Golfklúbburinn Keilir, GK
6. Golfklúbbur Skagfafjarðar, GSS
7. Golfklúbbur Vestmannaeyja, GV
8. Golfklúbburinn Oddur, GO
*GO fellur í 2. deild.

Lokastaðan í 1. deild. karla:
1. Golfklúbbur Reykjavíkur, GR
2. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar, GKG
3. Golfklúbbur Selfoss, GOS
4. Golfklúbbur Vestmannaeyja, GV
5. Golfklúbbur Akureyrar, GA
6. Golfklúbbur Mosfellsbæjar, GM
7. Golfklúbbur Suðurnesja, GS
8. Golfklúbburinn Keilir, GK
*Keilir fellur í 2. deild.


Frétt fengin af golf.is