Mosfellsbær, Ísland

Íslandsmót golfklúbba

24.07.2020
Íslandsmót golfklúbba

Nú er riðlakeppninni lokið og ljóst að okkar sveitir í bæði karla og kvennaflokki eru komnar í undanúrslit. Stelpurnar okkar mættu stöllum sínum úr GKG í morgun og tapaðist sá leikur sem þýðir það að þær spila í undanúrslitinum við GR. Strákarnir mættu einnig GKG og úr varð hörkuleikur sem endaði með jafntefli. Strákarnir mæta því Golfklúbbnum Keili í undanúrslitum.

Báðir þessir undanúrslitaleikir hefjast klukkan rétt rúmlega 16:00. Stelpurnar spila hjá GKG og strákarnir í Oddi.

Óskum við þeim góðs gengist í leikjunum á eftir!

Með því að smella hér má nálgast allar upplýsingar um mótið.