Mosfellsbær, Ísland

Íslandsmót golfklúbba

22.07.2022
Íslandsmót golfklúbba

Íslandsmót golfklúbba er núna í fullum gangi á Hlíðavelli og á Korpunni þar sem fyrsta deild karla og kvenna er spiluð. Við eigum okkar fulltrúa þar og gekk fyrsti dagurinn bara nokkuð vel hjá okkur.

Stelpurnar unnu báða sína leiki 5 - 0 þar sem þær spiluðu virkilega gott golf. Þær hafa nú þegar tryggt sér sæti í undanúrslitum en spila núna í morgunsárið við Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar (GKG) hreinan úrslitaleik um sigur í riðlinum.

Strákarnir sigruðu fyrsta leikinn sinn í gær við Golfklúbb Selfoss en töpuðu seinni leiknum við GKG 3 - 2. Þeir spila því hreinan úrslitaleik við Golfklúbb Suðurnesja um sæti í undanúrslitum.

Staðan, leikir, liðsskipan og úrslit í 1. deild kvenna

Staðan, leikir, liðsskipan og úrslit í 1. deild karla

Óskum við okkar liðum góðs gengis í dag sem og öðrum keppendum og hvetjum um leið þau ykkar sem hafið tök á á kíkja á Hlíðavöll eða Korpuna og styðja við bakið á okkar fólki.