Mosfellsbær, Ísland

Íslandsmót unglinga í holukeppni - Úrslit

30.08.2022
Íslandsmót unglinga í holukeppni - Úrslit

Íslandsmót unglinga í holukeppni fór fram á Hlíðavelli dagana 27. - 29. ágúst. Frábært golf var leikið hjá keppendum mótsins og sáust glæsileg tilþrif á vellinum.

Keppendur frá GM stóðu sig afar vel og áttum við 6 kylfinga í úrslitum. Pamela Ósk Hjaltadóttir varð Íslandsmeistari 14 ára og yngri og Katrín Sól Davíðsdóttir Íslandsmeistari 18 ára og yngri. Eftirfarandi kylfingar frá GM voru í verðlaunasæti.

12 ára og yngri stúlkur

2. sæti - Eiríka Malaika Stefánsdóttir

12 ára og yngri drengir

2. sæti - Hjalti Kristján Hjaltason

13-14 ára stúlkur

1. sæti - Pamela Ósk Hjaltadóttir

15-16 ára stúlkur

2. sæti - Auður Bergrún Snorradóttir

17-18 ára stúlkur

1. sæti - Katrín Sól Davíðsdóttir
2. sæti - Berglind Erla Baldursdóttir
3. sæti - Sara Kristinsdóttir

Aðrir kylfingar frá GM stóðu sig vel og óskum við öllum okkar kylfingum til hamingju með árangurinn.