Mosfellsbær, Ísland

KALLAMÓTIÐ FER FRAM 30. JÚNÍ

26.06.2018
KALLAMÓTIÐ FER FRAM 30. JÚNÍ

Kallamótið fer fram á Hlíðavelli þann 30. júní næstkomandi.

Karl Loftsson hefur verið félagsmaður í Golfklúbbi Mosfellsbæjar í ótalmörg ár og er einn af okkar dyggustu félögum.

Kalli ákvað að styðja rækilega á bakvið klúbbinn og lagði fram verðlaun í mótið til styrktar þeirrar uppbyggingar sem verið hefur í starfsemi GM undanfarið ár. Við erum afar þakklát framlagi Kalla og hlökkum til að standa fyrir Kallamótinu næstkomandi laugardag.

Leikfyrirkomulag í Kallamótinu er betri bolti með forgjöf. Hámarksforgjöf er 24 fyrir karla og 28 fyrir konur.

Glæsileg verðlaun eru fyrir efstu 3. sætin og nándarverðlaun á öllum par 3 brautum.


Verðlaunin í Kallamótinu eru glæsileg:

1. sæti - PING G400 driver *2

2. sæti - PING G400 hybrid *2

3. sæti - PING Cadence Anser pútter *2

Nándarverðlaun á öllum par 3 brautum:

Titleist Vokey SM7 fleygjárn