Mosfellsbær, Ísland

KRISTÍN SÓL SEMUR VIÐ ROGERS STATE UNIVERSITY

17.11.2020
KRISTÍN SÓL SEMUR VIÐ ROGERS STATE UNIVERSITY

Kristín Sól Guðmundsdóttir samdi í gær við Rogers State University í Oklahoma í Bandaríkjunum. Kristín gengur til liðs við golflið Rogers State en íþróttalið skólans kallast RSU Hillcats. Kristín mun því bætast við hóp GM kylfinga í háskólagolfinu en fyrir eru þau Arna Rún (Grand Valley State), Björn Óskar (Louisiana, Lafayette), og Sverrir Haraldsson (Appalachian State).

Kristín Sól útskrifast úr Kvennaskólanum núna í vor og heldur til Bandaríkjanna seinni part ágústs mánaðar. Kristín hefur leikið fyrir Golfklúbb Mosfellsbæjar allan sinn feril og tekið stöðugum framförum. Í sumar var Kristín Sól stigameistari á GSÍ mótaröð Unglinga í flokki 17-18 ára stúlkna ásamt því að leika fyrir keppnisveit GM kvenna í meistaraflokki en lið GM hafnaði í 3. sæti í Íslandsmóti golfklúbba.

Það er ljóst að með því að leika golf meðfram námi í Bandaríkjunum mun Kristín Sól hafa frábær tækifæri til að æfa golfið við bestu mögulegu aðstæður og halda áfram að bæta sig. Við óskum Krisínu innilega til hamingju og fylgjumst spennt með framhaldinu!