Mosfellsbær, Ísland

KRISTÓFER KARL Á ÚRTÖKUMÓTI FYRIR EVRÓPUMÓTARÖÐINA

16.09.2022
KRISTÓFER KARL Á ÚRTÖKUMÓTI FYRIR EVRÓPUMÓTARÖÐINA

Kristófer Karl Karlsson lék á 1. stigi úrtökumótsins fyrir DP Evrópumótaröðina á Arlandastad vellinum við Stokkhólm í Svíþjóð. Kristófer lék hringina 3 á 76, 75 og 73 höggum. Samtals 14 höggum yfir pari. En bæði vallar- og veðuraðstæður voru mjög krefjandi.

Að loknum þremur hringjum komst Kristófer ekki í gegnum niðurskurðinn. Margt jákvætt var við frammistöðu Kristófers og er þetta mikil og góð reynsla fyrir framhaldið en Kristófer var að taka þátt í úrtökumóti í fyrsta skipti.

Hérna að neðan má sjá nokkrar myndir af Kristófer í mótinu: