Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

KRISTÓFER KARL ÍÞRÓTTAKARL MOSFELLSBÆJAR 2020

07.01.2021
KRISTÓFER KARL ÍÞRÓTTAKARL MOSFELLSBÆJAR 2020

Kjör íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar fyrir árið 2020 fór fram í gær. Kylfingar ársins hjá GM, Kristófer Karl Karlsson og Arna Rún Kristjánsdóttir voru fulltrúar GM í kjörinu.

Kristófer Karl var kjörinn íþróttakarl Mosfellsbæjar og Cecilía Rán Rúnarsdóttir íþróttakona Mosfellsbæjar.

Við hjá GM óskum Kristófer innilega til hamingju með þessa viðurkenningu og erum afar stolf af okkar manni.

Helsti árangur Kristófers árið 2020 var eftirfarandi:

  • Íslandsmeistari í holukeppni 19-21 árs
  • Íslandsmeistari í höggleik 19-21 árs
  • Stigameistari 19-21 árs
  • Klúbbmeistari karla hjá GM
  • Valinn í A landslið Íslands sem lék á Evrópumóti karla í Hollandi

Kristófer er mjög metnaðarfullur og einbeittur íþróttamaður sem stefnir langt í íþróttinni. Hann hefur undanfarin ár verið meðal efnilegustu kylfinga landsins og steig stórt skref í sumar í átt að þeim bestu. Kristófer lék lykilhlutverk í liði GM í Íslandsmóti golfklúbba en þar skilaði hann 4.5 stigum af 5 mögulegum.

Kristófer er góður liðsmaður og frábær fyrirmynd fyrir yngri iðkendur GM. Kristófer stefnir á atvinnumennsku í golfi að loknu námi en hann stundar nám við Borgarholtsskóla.

Áður hafa kylfingarnir Nína Björk Geirsdóttir, Katrín Dögg Hilmarsdóttir, Heiðar Davíð Bragason og Kristján Þór Einarsson hlotið þessa viðurkenningu.