Mosfellsbær, Ísland

KRISTÓFER KARL OG MARÍA EIR ÍSLANDSMEISTARAR 2020

24.08.2020
KRISTÓFER KARL OG MARÍA EIR ÍSLANDSMEISTARAR 2020

Í gær lauk Íslandsmóti unglinga í höggleik sem fram fór á glæsilegum Hvaleyrarvelli hjá Golfklúbbnum Keili. GM átti rúmlega 20 þátttakendur á mótinu sem stóð sig með stakri prýði.

Kristófer Karl Karlsson varð Íslandsmeistari í flokki 19-21 árs en hann lék frábært golf í mótinu. GM kylfingarnir Andri Már og Ingi Þór skipuðu sæti 2 og 3 í flokknum og áttum við því efstu 3 kylfingina. Einnig voru veitt verðlaun fyrir stigameistara ársins og varð Kristófer Karl stigameistari og Ingi Þór í 2. sæti á stigalista.

María Eir Guðjónsdóttir varð Íslandsmeistari í flokki 15-16 ára stúlkna en hún sigraði með 5 högga mun. Katrín Sól hafnaði í 3. sæti í sama flokki. María Eir varð einnig stigameistari 15-16 ára og Katrín Sól í 3. sæti á stigalista.

Kristín Sól Guðmundsdóttir varð stigameistari í flokki 17-18 ára stúlkna.

Flott mót hjá krökkunum okkar og óskum við þeim innilega til hamingju með árangurinn!