Mosfellsbær, Ísland
Mánudagur 7°C - 6 m/s

KRISTÓFER OG SVERRIR VIÐ KEPPNI ERLENDIS

24.10.2017
KRISTÓFER OG SVERRIR VIÐ KEPPNI ERLENDIS

Tveir af okkar bestu kylfingum voru í eldlínunni á undanförnum vikum í Evrópu. Kristófer Karl Karlsson lék á sterku unglingamóti í Þýskalandi og Sverri Haraldsson lék í Hollandi á Tulip Golf Challenge.

Kristófer lék hringina fjóra á 10 höggum yfir pari en hann lék einkar glæsilega síðustu 3 keppnisdagana en þá lék hann á pari. Kristófer endaði í 4. sæti í flokki 18 ára og yngri en Kristófer Karl er aðeins 16 ára gamall.

Sverrir Haraldsson lék hringina 3 í Hollandi á 16 höggum yfir pari. Sverrir var lengi vel í toppbaráttu í mótinu og var meðal annars í efstu 10 sætunum að loknum tveimur keppnisdögunum. Sverrir endaði að lokum í 22. sæti í mótinu. Sverrir keppti í flokki drengja 21 árs og yngri en Sverrir er 17 ára.

Flottur árangur hjá drengjunum okkar og óskum við þeim innilega til hamingju!