Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Kristján Þór bestur á Hvaleyrinni

28.08.2023
Kristján Þór bestur á Hvaleyrinni

Kristján Þór Einarsson gerði sér lítið fyrir og sigraði á Hvaleyrarbikarnum sem fór fram um helgina. Mótið er hluti af mótaröð GSÍ og er þetta fyrsti sigur Kristjáns á þessu ári.

Kristján lék hringina þrjá á 7 höggum undir pari og var 5 höggum á undan næstu mönnum, Inga Þór Ólafson úr Golfkúbbi Mosfellsbæjar og Daníel Ísaki Steinarssyni heimamanni.

Kristófer Karl Karlsson lék einnig vel og átti besta hring lokadagsins eða 66 högg til að koma sér upp í 8. sæti í mótinu.

Þetta er næst síðasta mót ársins á mótaröðinni en Korpubikarinn verður leikinn eftir tvær vikur og er það lokamótið.

Lokastaðan í Hvaleyrarbikarnum.