Mosfellsbær, Ísland

Kristján Þór sigraði í lokamóti GSÍ mótaraðarinnar

22.08.2022
Kristján Þór sigraði í lokamóti GSÍ mótaraðarinnar

Lokamót GSÍ mótaraðarinnar, Korpubikarinn fór fram hjá Golfklúbbi Reykjavíkur um helgina. Þar áttum við fjölmarga keppendur sem stóðu sig vel.

Kristján Þór heldur áfram að spila vel og stóð upp sem sigurvegari í karlaflokki eftir þrjá frábæra hringi sem hann lék á samtals 18 höggum undir pari, stórkostleg spilamennska hjá okkar manni.

Með þessum sigri þá tryggði Kristján sér einnig stigameistaratitilinn, svo sannarlega verið stórkostlegt ár hjá þessum frábæra kylfing!

Við óskum honum innilega til hamingju með árangurinn og erum virkilega stollt af okkar manni :)