Núna er golfsumarið 2024 að líða undir lok og þökkum við nefndin kærlega fyrir okkur. Takk kæru vinkonur og fyrir að vera svona duglegar að taka þátt í kvennastarfinu okkar og gera það svona skemmtilegt. Það var margt og mikið brallað saman í sumar og erum við nefndin virkilega ánægðar með starfið og þátttökuna í ár. Einnig þökkum við styrktaraðilum okkar kærlega fyrir stuðninginn.
Dagskrá kvennastarfs GM hefur verið fjölbreytt í vetur og sumar:
Golfhermamót - vetrarstarf
Þar sem við misstum púttaðstöðuna okkar þá vorum við með skemmtilega golfhermamótaröð þar sem voru spilaðar voru 6 umferðir og 3 bestu umferðir töldu til úrslita. Þetta var skemmtileg tilbreyting sem verður spennandi að þróa áfram í vetur með GM konum.
Vorfagnaður
Kvennanefndin bauð aftur til vorfagnaðar “Vertu velkomið golfsumarið 2024”. Þar komu GM konur saman og áttu skemmtilega kvöldstund. Boðið var upp á fordrykk og létta smárétti að hætti Blik Bistro, dagskrá golfsumarsins 2024 kynnt og nýjar GM konur boðnar velkomnar. Við vorum jafnframt með tískusýningu frá Golf Company og Cutter & Buck og fengum sjálfboðaliða frá GM konum til að sýna og stóðu þær sig með prýði á sýningarpöllunum. Cutter & Buck mætti svo til okkar og voru með pop up verslun og buðu GM konur upp á flottan fatnað og vörur á frábæru verði. Þetta var skemmtilegt kvöld og gaman að hittast í upphitun fyrir komandi golfsumar.
Regluleg þriðjudags spil
GM konur eiga frátekna rástíma alla þriðjudaga frá maí til lok ágúst á milli kl 17 og 18.30 þegar spilað er í Bakkakoti og frá kl. 17-18 á Hlíðarvelli þegar við spilum þar. Skráning í þriðjudags spil og mót fer fram í gegnum golfboxið og er mikil eftirspurn eftir þeim tímum og fyllast tímar að jafnan hratt. Ljóst er að með fjölgun kvenna í GM mætti skoða að fjölga rástímum í takt við þá þróun. Þá varð sú breyting gerð frá fyrri árum að við hófum að rukka kr. 1000 fyrir litlu mótin sem voru haldin yfir sumarið til að eiga sjóð fyrir flotta vinninga á mótum GM kvenna yfir sumarið.
Púttmót - telja púttin
Við hófum golfsumarið með laufléttu púttmóti sem gekk út á að telja púttin en ekki höggin eins og við gerum venjulega. Frábær leið til að leggja sérstaka áherslu og fókus á púttin sem við viljum allar fækka til að lækka skorið! Nýtt mót hjá okkur og virkilega skemmtilegt. Þarna skiptir stutta spilið bara máli og þá þarf að leggja spilið þannig upp að ekki fara alveg inn á flötina strax því að púttin voru einungis talin. Óhætt að segja að keppnisskapið kom upp í okkur flestum.
Vinkvennamót Leynir á Hlíðarvelli
Leynis konur byrjuðu á því að koma til okkar á Hlíðarvöll. Fyrirkomulagið er þannig að það eru 2 GM konur og 2 Leynis konur í hverju holli. Eins og okkur GM konum er einum lagið þá var mun meiri aðsókn frá GM konum. Við spiluðum í ágætis veðri á Hlíðavelli og svo var verðlaunað fyrir mótið inni í hliðarsalnum á Blik og veitt voru glæsileg verðlaun. Síðan nokkrum vikum seinna fórum við upp á Akranes í vægt til orða tekið hræðilegu veðri, en þetta verður amk skemmtileg minning þó engin met hafi verið slegin skorlega séð :)
Pilsa og hattamót, Cutter & Buck
Það var svo skemmtilegt að sjá allar konurnar okkar í kjólum og með hatta að spila golf. Reglurnar voru einfaldar, kjóll/pils og hattur og það mátti ekki vera hefðbundinn golffatnaður sem að gerði þetta aðeins erfiðara því að það getur verið erfitt að spila golf í kjól eða pilsi. Stórskemmtilegt mót í yndislegtu veðri í Bakkakotinu okkar. Cutter & Buck mætti svo aftur með pop-up verslun fyrir okkur og lagði til flott verðlaun í mótinu.
Hefnd nefndarinnar
Þetta mót hét áður Rauðhetta en okkur fannst kominn tími á að breyta um nafn því að “Hefnd nefndarinnar” hljómar svo skemmtilega. Í þessu móti voru ýmsar þrautir lagðar á brautirnar, til að nefna nokkrar þrautir: rétthent kona þurfti að taka upphafshögg með örvhentri kylfu og síðan öfugt, upphafshöggið á einni braut þurfti að taka með ullarvettling, á einni braut þurfti að húlla 5 hringi fyrir upphafshöggið - þar kom í ljós hversu hugmyndaríkar GM konur eru því það er hægt að húlla á ýmsan hátt.
Haustferð – lokahóf
Hin árlega haustferð GM kvenna var að þessu sinni á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði hjá Keili.
Við notuðum sjóðinn okkar frá sumrinu til þess að greiða niður haustferðina og gátum við því niðurgreitt kr. 3000 pr GM konu í lokamótið :) Án þess hefði fullt verð verið kr. 16.990 kr. í stað kr. 13.900.
Við spiluðum í krefjandi vindi (þá sérstaklega í stífum vindi á fyrstu þremur í hrauninu) en sem betur fer var ekki of kalt en lognið fór bara ansi hratt yfir. Rástímar voru milli kl 10 og 13, við fengum okkur að snæða í klúbbhúsinu ýmist fyrir eða eftir hring. Síðan hittumst við aftur á Blik kl 19 og þar beið okkar kalkúnahlaðborð, drykkir, kaffi og desert og skemmtum okkur konunglega. Það voru veitt verðlaun fyrir bæði höggleik og punktakeppni, lengsta drive, nándarverðlaun auk fyrirfram ákveðinna sætis verðlauna. Samtals vorum við með um 34 verðlaun og þökkum við sérstaklega þeim félagskonum sem gátu lagt til verðlauna, það er ómetanlegt.
Við kvöddum 2 nefndarkonur þær Kolbrúnu Ýr og Rakel Ýr.
Við erum búnar að eiga yndislegt samstarf saman og buðum 2 nýjar nefndarkonur velkomnar þær Lenu Ýr (gott að halda Ýrar nafninu við :) ) og Karítas Dan og hlökkum mikið til samstarfsins með þeim.
Að lokum viljum við þakka fyrir okkur og ykkur í sumar, án ykkar kæru GM konur væri ekki til kvennanefnd GM.
Knús & kossar
Kvennanefndin 2023-2024
Kolbrún Ýr
Rakel Ýr
Kolbrún Klara
Rakel Lind
Þóra H. Passauer
Styrktaraðilar
Mekka Wine & spirits,
Lowcarb.is,
Innnes,
Cutter & buck golffatnaður /New wave heildverslun
Sagaform
RVK Living,
Taramar,
Spa of Iceland,
Verslunartækni
Golfklúbbur mosfellsbæjar
Blik Bistro,
Bakkakot, Vertanir í Bakkakoti
Mjólkursamsalan
N1
A4
Casa berg Home
Golfskálinn,
Hovdenak distillery
Feel Iceland,
Kosmetik snyrtistofa,
Vilma Home,
IYKYK verslun,
Eyon,
Lín Design,
Aveda,
Terma snyrtivörur
Nespresso,
Oche,
Málning,
CocaCola Íslandi
Þuríður Heilsunuddari,
Keilir – Hvaleyrarvöllur
Kjötbúðin Mosfellsbæ,
Vera Design,
Krónan
Minigarðurinn
Subway
Sómi
Securitas
Icewear,
Tandur,
Salka,
Reynir Bakari
Húðfegrun,
Sassy,
Bekka
Dufland heildverslun
Mfitness,
Jökla,
Biotherm snyrtivörur,
Bóksala Stúdenta
Mist
Bára Einarsdóttir
Arctic Adventure,
Skeljungur / Ecomar