Mosfellsbær, Ísland

LOKUN VEGNA NÆTURFROST Á VALLARSVÆÐUM GM

18.10.2019
LOKUN VEGNA NÆTURFROST Á VALLARSVÆÐUM GM

Miklar líkur eru á næturfrosti næstu daga og verða vallarsvæði GM lokuð á meðan. Ef einungis er um næturfrost að ræða þá verður völlurinn opnaður aftur þegar hlýnar.

Líkur er á að vallarsvæðin verða lokuð vegna frosts frá þriðjudeginum 22. október. Tekin verður ákvörðun um opnun á ný þegar frostakafla lýkur.

Mjög mikilvægt er að félagsmenn og gestir virði þessar lokanir. Umferð á frosnum flötum valda skemmdum sem taka langan tíma að jafna sig eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.


Nánari tilkynningar um haustopnun vallarsvæða vegna frosts verða á Facebook síðu golfklúbbsins: (https://www.facebook.com/golfmos/)