Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Fréttir af landsliðshóp Íslands

10.02.2025
Fréttir af landsliðshóp Íslands

Landsliðshópur Golfsambands Íslands var um helgina í æfingabúðum og tóku þau meðan annars golfæfingu í Fellinu í Varmá líkt og síðustu vetra. Yfir vetrartímabilið eru nokkrar landsliðshelgar þar sem er prógram fyrir kylfingana í formi mælinga, æfinga, fyrirlestra og fleira. Ólafur Loftsson landsliðsþjálfari sér um að skipuleggja þessar helgar en einnig er farið í eina æfingaferð á ári hverju þar sem þjálfarar koma með og var farið til Spánar í ár á La Finca.

Vel heppnuð æfingaferð íslenska landsliðshópsins á La Finca á Spáni 10.-17. janúar. Hópurinn dvaldi á La Finca svæðinu en kylfingarnir léku einnig Lo Romero golfvöllinn. Hópurinn samanstóð af afrekskylfingum sem koma úr átta golfklúbbum, en einnig voru margir atvinnukylfingar og þjálfarar með í ferðinni.

Fulltrúar GM í ferðinni voru Dagur Ebenezersson (þjálfari), Þorsteinn Hallgrímsson (þjálfari GSÍ) Nick Carlson (atvinnukylfingur), Auður Bergrún Snorradóttir, Eva Kristinsdóttir, Hjalti Kristján Hjaltason, Pamela Ósk Hjaltadóttir, Kristján Karl Guðjónsson og Sara María Guðundsdóttir.

Myndir frá landsliðsferðinni