07.10.2024
Íslandsmeistaralið Golfklúbbs Mosfellsbæjar lék á Evrópumóti golfklúbba í kvennaflokki í síðustu viku og enduðu þær í 10. sæti. Mótið fer fram á Welten vellinum í Slóvakíu.
Pamela Ósk Hjaltadóttir, Birna Rut Snorradóttir og Heiða Rakel Rafnsdóttir skipuðu lið GM og var Katrín Dögg Hilmarsdóttir liðstjóri og þjálfari.
Leiknir voru 3 keppnishringir og töldu tvö bestu skorin í hverri umferð.
Í einstaklingskeppninni lék Heiða Rakel best GM-inga en hún spilaði á 18 höggum yfir pari (75-78-81) og jöfn í 18. sæti. Pamela Ósk var jöfn í 25. sæti á 23 höggum yfir pari (81-79-79). Birna Rut lék á 35 höggum yfir pari, jöfn í 35. sæti (84-89-78).
Lið GM endaði í 10. sæti af 16 þjóðum á 38 höggum yfir pari. Hamburger GolfClub sigraði fyrir hönd Þýskalands á 3 höggum yfir pari samtals.

Frá vinstri: Pamela Ósk, Birna Rut, Heiða Rakel & Katrín Dögg

Heiða Rakel Rafnsdóttir

Pamela Ósk Hjaltadóttir

Birna Rut Snorradóttir
Lið Golfklúbbs Mosfellsbæjar hefur leikið á EM golfklúbba 3 ár í röð og er árangur fyrri ára:
2022 9. sæti
2023 9. sæti
Lokastaðan í mótinu má finna hér